Síðasta bloggið

Góðan daginn,

Því miður er þetta okkar seinasta blogg, fyrir þá sem eru að fylgjast grannt með þessu verkefni.
Við erum nefnilega búnar með verkefnið og höfum þá ekkert meira að blogga um.

Þetta verkefni er búið að vera frábært og viljum við þakka þeim sem hafa stutt okkur í gegnum þetta ferli. Við viljum þakka :

  • Gyðu
  • Fríðu
  • Ólafi
  • Skólanum

Hér með erum við að leggja lokahönd á verkefnið. Nú erum við bæði búnar með bókina og skírsluna og erum að kveðja alla á blogginu.

Kær kveðja
Laufey og Sara


Ble:D

Sæl,

Í dag erum við ekki búnar að gera mikið..

Við höfum hugsað okkur að prenta bókina á eftir og gorma.

Þetta er búið að vera skemmtilegt og verður þetta hugsanlega seinasta bloggið.

 

Kveðja.
Sara og Laufey


22.5.2008

Hæ hæWink

Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn á Seltjarnarnes og heimsóttum næringarráðgjafann Ólaf G. Sæmundsson.

Hann tók mjög vel á móti okkur og svaraði öllum spuringunum sem við spurðum hann og það var mjög skemmtilegt að tala við hann.

Í gær skrifuðum við um bragðaukandi efni og bindiefni og einnig settum við viðtalið við Ólaf inn í bókina.

Í dag erum við búnar að gera mjög mikið, við kláruðum eiginlega bókina og erum núna að fara yfir hvort að allt sé ekki rétt stafsett í bókinni.

Við erum næstum því búnar með bókina, við eigum bara eftir að gera forsíðuna og öftustu síðuna en við ætlum að klára það á eftir.

Planið hjá okkur á morgun er að prenta út bókina og gorma hana.

Kær kveðja Sara og LaufeySmile


7.dagurinn:D

Blessuð

Í dag er vika síðan við byrjuðum á verkefninu og vika þar til við þurfum að vera búnar með það.
Okkur miðar vel áfram og er bókin að verða tilbúin. Við þurfum bara að fara að huga að frágangi og þess háttar.

Nú höfum við klárað að fjalla um litarefni, bindiefni, rotvarnarefni og þráavarnarefni. Þá eru aðeins eftir bætiefni og bragðaukandi efni.

Í dag ætlum við ekki að gera meira eftir að við bloggum og borðum, nema að fara í heimsókn útá Seltjarnarnes. Við ætlum að fara að hitta mann þar sem við ætlum að ræða við.

Á morgun munum við svo mæta hressar og taka til hendinni við úrvinnslu viðtalsins.


Laufey og Sara :D


19.05.2008

Heil og Sæl

Í dag erum við búnar að klára að setja upp viðtalið milli okkar og hennar Fríðu. Einnig erum við langt komnar með umfjöllun um aukaefni s.s. almennt um aukaefni. Það er búið að vera mjög skemmtilegt og fræðandi

Við ætlum að setja inn nokkrar myndir í viðbót í dag.

Á morgun munum við fara í heimsókn til næringarfræðings útá Seltjarnarnesi.

kv. Sara og Laufey a.k.a. Team Faboulous :)


17.05.2008

Sæl öll sömul, Sara hér

Við höfum ekki bloggað síðan á fimmtudaginn svo ég ákvað að skella einu góðu bloggi inn.

Á föstudaginn mættum við um 9 leytið og byrjuðum á því að skoða spurningarnar sem við vorum búnar að semja fyrir heimsóknina okkar. Því næst ætluðum við á bókasafnið en það var lokað svo við fengum okkur að borða og fórum svo á bókasafnið. Við unnum í bókinni okkar fram að hádegi, en þá borðuðum við. Við fórum svo og hittum kennarann okkar eftir mat og ræddum aðeins við hana. 
Eftir það hættum við að vinna og fórum að snúast í öðru og fórum svo heim.

Í dag hittumst við svo klukkan rúmlega hálf 6 í kúlunni og fórum til næringarráðgjafans sem við vorum búnar að mæla okkur mót við. Við töluðum við hana í klukkutíma og var það mjög fræðandi og skemmtilegt.

Á mánudag og þriðjudag ætlum við svo að reyna að gera sem mest í verkefninu áður en við förum í aðra heimsókn á þriðjudags eftirmiðdaginn.

Kveðja
Sara

 

 


15.05.2008

Hæ hæ 
í gær fengum við tíma hjá næringarráðgjafa sem við munum hitta næstkomandi laugardag.
Í gær öfluðum við mikilla upplýsinga um aspartam og MSG. Einnig settum við upp hugmyndir að bókinni okkar.

Í dag hefur Laufey að mestu verið í því að afla upplýsinga því Sara var fjarrverandi.
Við erum komnar með frumgerð af lýsingu um Aspartam.

Núna ætlum við að setja nokkrar myndir inná bloggið okkar. Og svo hittum við kennarann okkar á morgunn.

kveðja
Laufey og Sara


14.5.2008

Hæhæ

Í gær, eftir að hafa hitt kennarann okkar og stofnað bloggið, fórum við á bókasafnið.
Við tókum þrjár bækur

  • Kryddbókin (e. Harald Teitsson)
  • Aukaefnalisti, Reglur um notkun aukaefna og merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur. (e. Hollustuvernd ríkissins)
  • Varnarefni í ávöxtum og grænmeti. Eftirlit og niðurstöður 1991-1999 (e. Hollustuvernd ríkissins)

Eftir bókasafnið fórum við heim til Söru þar sem við leituðum af fólki til þess að tala við. Að því loknu bjuggum við til spurningalista til þess að spyrja þá sem við fundum.

Í dag ætlum við að kynna okkur hin ýmsu aukaefni og heimsækja síðan næringjarráðgjafa.

Kveðja
Sara og Laufey


Fyrsta bloggið =D

Hæ, Sara og Laufey hér

Við erum að vinna verkefni í skólanum okkar, Réttó, og ætlum við að blogga hér á hverjum einasta degi um það sem við gerum og hvernig verkefninu okkar miðar áfram.
Við höfum ákveðið að verkefnið skuli vera um aukaefni í mat og hvernig áfhrif þau hafa á líkama mannsins.
Helstu efni sem við höfum nú þegar ákveðið að taka til umfjöllunar eru:

  • MSG
  • Aspartam (sætuefni)
  • Rotvarnarefni
  • ofl.

Við munum byrja á því að finna bækur og vefslóðir um efnið. Einnig munum við heimsækja næringarfræðinga eða aðra fagmenn á þessu sviði.
Í dag munum við fara á bókasafn og einnig ætlum við að reyna að ná sambandi við fólk sem sérhæfir sig í mat.

Kennarinn okkar í gegnum þetta verkefni er hún Gyða, hún mun vera okkur innan handar meðan á verkefninu stendur.

Kær kveðja
Laufey og Sara


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband