17.5.2008 | 20:33
17.05.2008
Sæl öll sömul, Sara hér
Við höfum ekki bloggað síðan á fimmtudaginn svo ég ákvað að skella einu góðu bloggi inn.
Á föstudaginn mættum við um 9 leytið og byrjuðum á því að skoða spurningarnar sem við vorum búnar að semja fyrir heimsóknina okkar. Því næst ætluðum við á bókasafnið en það var lokað svo við fengum okkur að borða og fórum svo á bókasafnið. Við unnum í bókinni okkar fram að hádegi, en þá borðuðum við. Við fórum svo og hittum kennarann okkar eftir mat og ræddum aðeins við hana.
Eftir það hættum við að vinna og fórum að snúast í öðru og fórum svo heim.
Í dag hittumst við svo klukkan rúmlega hálf 6 í kúlunni og fórum til næringarráðgjafans sem við vorum búnar að mæla okkur mót við. Við töluðum við hana í klukkutíma og var það mjög fræðandi og skemmtilegt.
Á mánudag og þriðjudag ætlum við svo að reyna að gera sem mest í verkefninu áður en við förum í aðra heimsókn á þriðjudags eftirmiðdaginn.
Kveðja
Sara
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.